About

Halldór Bjarki Arnarson er ungur tónlistarmaður sem farið hefur um víðan völl í músíkheimi Íslands og Evrópu. Hann stundaði fyrst nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og hlaut síðar tvær bakkalársgráður, eina í hornleik og aðra í semballeik frá tónlistarháskólunum í Hannover og Den Haag. Halldór lauk meistaranámi í semballeik árið 2022 frá Schola Cantorum Basiliensis í Sviss og hlaut fyrir lokatónleikana sína námsverðlaun úr sjóði Walters & Corinu Christen-Marchal. Í kjölfarið lagði hann stund á nám í sögulegum spuna á sembal og orgel við hinn sama skóla. Frá og með árinu 2024 starfar Halldór sem organisti við Kirkju Heilags Anda í Suhr, Sviss.

Halldór er fastur meðlimur tónlistarhópsins Amaconsort sem hreppti fyrstu verðlaun í hinni virtu „Van
Wassenaer“ keppni í Utrecht sumarið 2021. Íslenskir tónleikagestir þekkja hópinn frá Sumartónleikum í Skálholti, 15:15 í Breiðholtskirkju og Reykjavík Early Music Festival 2024. Samhliða því spilar Halldór með Ensemble histoirefuture í hinu listræna verkefni Musica Transalpina sem rannsakar tengingu tónlistar og náttúrulífs í og í kringum alpafjöll. Hann hefur komið frám á sviðum virtra alþjóðlegra tónlistarhátíða, þar á meðal Luzern Festival, Amsterdam Grachtenfestival, Laus Polyphoniae Antwerpen og FIAS Madrid.

Þrátt fyrir erlenda búsetu stígur Halldór reglulega á svið á Íslandi og sérhæfing hans í tónlist fyrri alda hefur auðgað mjög íslenska barokksenu síðastliðin árin. Hann hefur haldið einleikstónleika í Hörpu, Breiðholtskirkju og Salnum í Kópavogi og spilað með Barokkbandinu Brák, Kammersveit Reykjavíkur og Kammeróperunni svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur Halldór lagt mark sitt á endurreisn íslenskrar þjóðlagatónlistar með tónlistarhópnum Spilmenn Ríkínís. Halldór hefur hlotið styrki úr minningarsjóðum Emils Thoroddsens og Karls Sighvatssonar